- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
"Þið getið orðið meðal bestu ljósmyndara í heimi, ef þið viljið. Þetta snýst um æfingu og þjálfun rétt eins og handbolti. Þið verðið að greina verkin ykkar og vinnu, bæta myndatökuna, bera ykkur að með nýjum hætti og umfram allt ræða um verk hvers annars. Hjálpast að og vinna eins og liðsheild." Þetta eru skilaboð sem Sören Pagter, formaður dómnefndar vegna ljósmyndakepninnar Myndir ársins sendir íslenskum blaðaljósmyndurum í pistli sem hann skrifaði þegar hann beið eftir flugi heim til Danmerkur eftir dómnefndarstörfin. Pistillinn ásamt Myndum ársins birtist í nýjum Blaðamanni sem er nú á leið í pósti til félagsmanna. Í blaðinu er auk þess fjallað um blaðamannaverðlaunin, 100 ára gömul átök um Blaðamannafélagið og stjórnmál og fjölmiðla.