- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í morgun söfnuðust blaðamenn, stjórnmálamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum saman fyrir utan sendiráð Egyptalands í London til að krefjast þess að blaðamenn frá Al Jazeera, bæði ensku stöðinni og þeirri arabísku, sem haldið er í fangelsi í Egyptalandi verði látnir lausir. Það eru bresku blaðamannasamtökun NUJ og Alþjóðasamband blaðamanna, IFJ, sem standa að mótmælunum. Réttarhöld yfir blaðamönnunum hefjast á morgun, fimmtudag, en þar eru blaðamennirnir bornir sökum sem geta kallað yfir erlendu blaðamennina allt að sjö ára fangelsisvist og allt að fimmtán ára fangavist fyrir egypska blaðamenn. Jim Bomelha forseti Alþjóða blaðamannasambandsins (IFJ) segir ástandið óviðunandi. Það á nú þegar að stöðva réttarhöld yfir ensku blaðamönnunum á Al Jazeera enda eru þeir ákærðir á grundvelli furðulegra forsenda um að ógna þjóðaröryggi. Kúgun allra blaðamanna í landinu, blaðamanna sem starfa undir óbærilegum þrýstingi og ógnunum, skaðar fjölmiðlafrelsi í Egyptalandi og vekur upp spurningar um afstöðu stjórnvalda til grundvallarmannréttinda.