- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bæði IFJ, Alþjóðasamband blaðamanna og EFJ Evrópusamband blaðamanna hafa fordæmt sérstaklega hrottalega meðferð á tveimur breskum blaðamönnum og aðstoðarmanni þeirra sem rænt var af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í síðustu viku. Þetta var gjörsamlega yfirgengilegt og hlýtur að hafa verið mikil þolraun fyrir blaðamennina sem í þessu lentu og það var mikill léttir að frétt að þeir hefðu sloppið úr prísundinni, segir Jim Boumelha, forseti IFJ.
Blaðamennirnir Anthony Lloyd hjá Times og ljósmyndarinn Jack Hill höfðu verið nokkra daga í fréttaferð í borginni Aleppo og voru á bakaleið til tyrknesku landamæranna þegar uppreisnarmenn stöðvuðu bíl þeirra og Lloynd var bundinn fastur við aftursæti bifreiðarinnar en Hill og aðstoðarmanni þeirra var þröngvað ofan í farangursgeymsluna. Þeir voru síðan fluttir í vöruskemu í bænum Tall Rifat þar sem þeir vor barðir. Hill og aðstoðarmaðurinn reyndu að flýja en það mistókst og var Hill þá barinn til óbóta en Lloyd skotinn í fæturna til að koma í veg fyrir að hann reyndi að flýja líka. Á endanum var þeim þó sleppt og þeim komust til Tyrklands eftir að hafa fengið aðhlynningu á sjúkrahúsi.