- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í vikunni var send út netkönnun til allra virkra blaða- og fréttamanna landsins, í víðri skilgreiningu starfsins, en könnunin er Íslandshluti alþjóðlegrar rannsóknar undir hatti Worlds of Journalism Study. Sambærileg rannsókn var gerð vorið 2012. Rannsókn þessi er studd af UNESCO, Alþjóðasamtökum blaðamanna (IFJ) og fagfélögum á Íslandi (BÍ og FF) og mun veita mikilsverðar fræðilegar og faglegar upplýsingar um umhverfi, viðhorf, starfskilyrði og áskoranir blaða- og fréttamanna. Segja forsvarsmenn rannsóknarinnar að könnun af þessu tagi sé sérstaklega mikilvæg í því erfiða sarfsumhverfi sem blaðamenn búa við auk þess sem mikilvægur samanburður fáist við stöðuna hjá erledum kollegum.
Rannsóknin hérlendis er samstarfsverkefni HÍ, HA og Háskólans á Bifröst. Í rannsóknarteymi Íslandshluta rannsóknarinnar eru Valgerður Anna Jóhannsdóttir, Guðbjörg Hildur Kolbeins, Birgir Guðmundsson, Jón Gunnar Ólafsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Brynjar Bjarkason, en útsending könnunarinnar og annað utanumhald er í höndum Félagsvísindastofnunar HÍ. Rannsóknin fer fram samkvæmt ítrustu kröfum um persónuvernd og trúnað – engin svör verða rakin til einstakra svarenda.
Könnunin er, eins og áður segir, studd af fagfélögum blaða- og fréttamanna á Íslandi, og eru félagsmenn í BÍ og aðrir sem könnunina fá senda hvattir til að taka þátt í henni enda getur hún gefið mikilvægar upplýsingar um fagstétt blaðamanna og hvernig stéttin stendur í alþjóðlegum samanburði.