- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Amedia fjölmiðlasamsteypan í Noregi sem gefur úr um 70 dagblöð á héraðsvísu og staðbundið og rekur fjölda netmiðla og nær til um 2,5 milljóna Norðmanna á dag, hefur birt afar svartar afkomutölur fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Tapið er mest í dagblaðarekstri og nemur tekjusamdrátturinn um 50 milljónum norskra króna. Þessi staða hefur valdið talsverðum umræðum og óttast ýmsir að til viðbótar niðurskurðar frá því sem verið hefur á undanförnum mánuðum og misserum á ritstjórnum verði gripið. Amedia varð til sem fjölmiðlasamsteypa árið 2012 þegar A-pressen keypti Edda Media af breska fjölmiðlafyrirtækinu Mecom.