- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ástæðan fyrir því að like takkinn er sagður ólöglegur er sá að dómi Thilo Weichert, að Facebook fyrirtækið getur safnað saman like merkingum úr tilteknum tölvum og búið til neyslu- og viðhorfamynd (prófíl) af tilteknu fólki, en slíkt er ólögmætt samkvæmt lögunum. Segir forstjóri Persónuverndar að hann hafi um talsvert skeið varað vefsíðustjórnendur í fylkinu við því að nota þennan takka, en það hafi ekki borið mikinn árangur. Facebook samsteypan hafnar hins vegar algerlega þessum ásökunum og segist ekki hafa tæknilega heimild eða getu til a gera þetta og eyði út upplýsingum um einstaklinga innan 90 daga eins og kveðið sé á um í Evrópulögum.
Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og er haft eftir Arne Wulff, forsætisráðherra Schleswig-Holstein að þessi tilkynning persónuverndar hafi komið honum´i opna skjöldu og að hann muni taka málið upp við kollega sína í öðrum fylkjum Þýskalands til að sjá hvernig túlkanir komi þar fram.
Sjá einnig hér