- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Föstudaginn 6. janúar undirrituðu samninganefndir BÍ og Samtaka atvinnulífsins nýja skammtímasamninga, sem nánar tiltekið framlengja gildistíma aðalkjarasamningsins frá 2020 til loka janúar 2024, með uppfærðum kauptöxtum afturvirkt til 1. nóvember 2022. Jafnframt var undirritaður samningur um hliðstæða framlengingu á gildistíma kjarasamnings Félags fréttamanna við RÚV ohf., þótt FF hafi sameinast BÍ í fyrravor. Á gildistíma skammtímasamningsins verður áfram unnið að því að sameina kjarasamninga þessa í einn heildarsamning.
Hér er glærukynning um hinn nýja samning BÍ og SA og hér um FF-samninginn, sem útbúnar voru til kynningar á aðalatriðum samninganna til undirbúnings atkvæðagreiðslu félagsmanna um þá, sem fram fer í næstu viku. Á hádegi á mánudag, 16. janúar, mun birtast á forsíðu Press.is hnappur, sem er beinn hlekkur á vefslóðina þar sem hin rafræna atkvæðagreiðsla fer fram. Allir sem greiða atkvæði þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.