- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Klukkan tólf á hádegi í dag lauk rafrænni atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga BÍ við SA, ásamt framlengdum samningi Félags fréttamanna við SA/RÚV ohf. Niðurstaðan var afgerandi: Samningarnir voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða.
Alls greiddu 124 atkvæði um samning BÍ við SA, 122 með og 2 á móti, þ.e. rúmlega 98 prósent samþykktu. 397 voru á kjörskrá.
Af þeim 49 sem voru á kjörskrá Félags fréttamanna greiddu 29 atkvæði; 28 með en 1 á móti. Það samsvarar því að 96,5% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn.
Niðurstöðurnar hafa verið tilkynntar viðsemjendum BÍ hjá Samtökum atvinnulífsins og til Ríkissáttasemjara, sem heldur utan um gagnagrunn allra kjarasamninga. Með hinu formlega samþykki samninganna taka þeir gildi. Þeir eru afturvirkir til 1. nóvember 2022 og gilda út janúar 2024. Uppsöfnuð launahækkun þriggja mánaða – nóvember, desember og janúar – ætti því að koma til útborgunar til félagsmanna um næstu mánaðamót.
Kjarasamningar við viðsemjendur BÍ sem standa utan Samtaka atvinnulífsins eru flestir frágengnir. Greidd verða atkvæði um þá inni á hverjum vinnustað sem um ræðir.