- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Miðstöð fjölmiðlakvenna í BNA (Womens Media Center) kynnti fyrir helgina skýrslu sína um stöðu kvenna í bandaríksri fjölmiðlum árið 2012. Fram kemur að að að fréttamiðlar eru ótrúlega einsleitir þegar kemur að speglun kynjanna. Fréttasíður sem eru eingöngu á netinu hafa fallið í sama far og hefðbundnir fjölmiðlar, segir í skýrslunni, því greinar eftir karla eru mun fleiri en greinar eftir konur í fjórum af þeim sex miðlum af þessari tegund sem skoðaðir voru. Í umfjölluninni um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru greinar eftir karlkyns blaðamenn þrjár á móti hverri einni eftir kvenblaðamann. Þá kemur fram að mun líklegra er að vitnað sé í karla en konur í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Einu jákvæðu fréttirnar um þátttöku kvenna í fjölmiðlum eru að í fyrsta sinn eru kvenfréttastjórnar komnir upp í 30% af heildinni, en þeim fjölgaði heldur frá árinu áður.