- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannasamband Rússlands og Alþjóðasamband blaðamanna hafa lýst áhyggjum af þróun mála í Rússlandi vegna þess að þekktur blaðamaður þar í landi hefur verið ásakaður um landráð fyrir vinnu sem hann vann sem blaðaðmaður.
Ivan Safronov var um langt skeið virtur blaðamaður í Rússlandi og vann m.a. fyrr stór dagblöð og var sérfræðingur um varnarmál. Nýlega flutti hann sig um set og varð ráðgjafi fyrir rússnesku geimferðarstofnunina Roscosmos.
Safronov er nú ásakaður um að hafa lekið hernaðarleyndarmálum til ónefnds NATO - ríkis og mun áksökunin tengjast því sem hann var að vinna þegar hann var blaðamaður. Handtakan og ásökunin hafa kallað fram mótmæli í Rússlandi.
Blaðamannasamband Rússlands segir í yfirlýsingu að þar á bæ sé fólk mjög áhyggjufullt vegna handöku Safronovs og eins því að blaðamenn sem stigið hafa fram í mótmælum hafi verið teknir höndum, en handtökur blaðamanna í mótmælum séu lögbrot.
Anthony Bellanger, framkvæmdastjóri IFJ, Alþjóðasambands blaðamanna, segir að „ þetta sé uggvænlega þróun í Rússlandi. Við hvetjum stjórnvöld þar til að fella niður allar ásakanir gegn honum og láta af árásum sínum á fjölmiðla“.