- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
„Kúgun á blaðamönnum virðist hafin á ný í Hvíta-Rússlandi,“ segir Ricardo Gutiérrez framkvæmdastjóri Evrópusambands blaðamanna um nýja öldu ofsókna gegn stéttinni. Sambandið (EFJ) hefur tekið undir kröfur aðildarfélagsins í Hvíta-Rússlandi um að blaðamönnum verði gert kleift að vinna vinnuna sína þar í landi, en að undanförnu hefur verið þrengt mjög að starfsskilyrðum þeirra og nú síðustu daga eru þeir beinlínis beittir margvíslegu ofbeldi og ógnunum og jafnvel handteknir við störf sín og efnið sem þeir hafa aflað ritskoðað og sumt eyðilagt. Gutiérrez segir EFJ krefjast þess að þeir sem standi fyrir þessum ritskoðunum og ógnunum verði þegar í stað sóttir til saka og þeim refsað. Hann bætir því við að ástæða sé til að ítreka þá kröfu EFJ að refsiaðgerðir Evrópusambandsins beinist ekki aðeins að pólitíkinni og stjórnsýslu hennar heldur líka að leppum þeirra sem stjórna ríkismiðlum.