- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í tilefni af alþjóðlegum degi mannréttinda, sem er í dag, 10. desember, hefur Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) birt Hvíta skýrslu (White paper) um stöðu blaðamennsku í heiminum. Skýrslan fjallar um stöðu tjáningarfrelsis í heiminum, aðstæður blaðamanna til að sinna störfum sínum, blaðamennsku, kynja jafnrétti, siðamál, Covid og fleira. Meðal þess sem þarna kemur fram er að á síðustu 30 árum hafa 2.658 blaðamenn verið drepnir við vinnu sína, þar af 42 á þessu ári. Í dag eru um 235 blaðamenn í fangelsi vegna starfa sinna.