- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamenn og fjölmiðlar almennt þurf að endurhugsa hlutverk sitt í náinni framtíð að mati Ingibjargar Þórardóttur fréttamanns hjá BBC sem hafði framsögu á málþingi til heiðurs Margréti Indriðadóttur í Útvarpshúsinu á laugardag. Tilkoma samskiptamiðla og gríðarlegs magns upplýsinga sem sett er inn á slíka miðla á hverjum tíma gerir það að verkum að fréttamenn munu síður vera í því hlutverki að vera "fyrstir með fréttina", heldur frekar að staðfesta eða koma ritstýrðri útgáfu til skila til almennings, útgáfu sem hefur farið í gegnum skoðun og mat fagfólks og hefur þannig aðra stöðu en óstaðfestar fréttir samfélagsmiðlanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali RÚV við Ingibjörgu sem leggur áherslu á að fjölmiðlar þurfi að leggja meiri áherslu á að útskýra heiminn fyrir fókli.