- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hjálmar Jónsson formaður BÍ tjáði sig í viðtali við Fréttablaðið um gagnrýni þingmanns á framgöngu Einars Þorsteinssonar, fréttamanns RÚV vegna Landakostsmálsins í Kastljósi á dögunum. Þar var Einar að ræða við Má Kristjánsson, formann farsóttanefndar Landspítalans. Haft er meðal annars eftir Hjálmari: "Ég er fullkomlega gáttaður á því að fólk sé að gagnrýna Einar fyrir að vinna vinnuna sína. Það er hans hlutverk og skylda að spyrja þessara spurninga. Þetta er ekki persónulegt. Hann er að sinna sínu starfi og á að gera það. Fólk sem er í þessum stöðum á að geta svarað fyrir sínar gjörðir."