- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þrátt fyrir miklar hrakspár um rekstrarmöguleika fyrirtækja sem starfrækja hefðbundna fjölmiðla og yfirlýsingar um minnkandi blaðalestur og sjónvarpsáhorf samfara vaxandi gengi netsins og samfélagsmiðla virðist árið 2012 ekki hafa verið mjög slæmt fyrir hefðundinn fjölmiðlarekstur í BNA. Á síðasta ári hækkaði vísitala hlutabréfa hjá Standar & Poor um 13.4% sem þótti umtalsvert miðað við hvernig ástandið hefur verið. Hlutabréf í fjölmiðlarisum sem að stórum hluta byggja á hefðbundnum miðlum eins og Comcast, News Corporation og Time Warner hækkuðu þó talsvert umfram þetta. Meira að segja fyrir tæki eins og Viacom, sem át hefur í vandræðum með áhorf á MTV og svo Nickelodeom fóru fram úr þessari vísitöluhækkun en bréf þar hækkuðu um rúm 16%. Og systurfyrirtæki Viacom, CBS hækkaði um hvorki meira né minna en rúm 40%.
Ýmsir greinendur telja að þennan reksrarárangur megi rekja til þess að lítið var um ævintýralegar (glæfralegar) fjárfestingar eða viðskiptafléttur í þessari grein á árinu, öfugt við það sem áður hefur þekkst. Það aftur hefur orðið til þess að rætt er um að tími "fjölmiðlabaróna" síðustu ára sé liðinn, en með því er átt við að fjölmiðlafyrirtæki muni ekki fara í áberandi og umtalaðar fjárfestingar og sameiningar eingöngu til að stækka eða auka umsvif, en þess í stað einbeita sér að grunnþáttum starfseminnar, sem sé að reka fjölmiðla.