- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Talsverð umræða hefur skapast um hatursorðræðu í kjölfar þess að Pétur Gunnlaugsson lögmaður og útvarpsmaður á útvarpi Sögu og Jón Valur Jensson, guðfræðingur, voru ákærðir af saksóknara fyrir útbreiðslu haturs, en mál þeirra var tekið fyrir í héraðsdómi sl. föstudag. Ýmis sjónarmið hafa verið viðruð í þessu samhengi og þykja umhugsunarverð ummæli Dunja Mijatovi?, talsmanns OSCE í tjáningarfrelsismálum sem birtust hér á síðunni fyrir helgi um að tilraunir stjórnvalda til að elta uppi ummæli á samfélagsmiðlum séu líklegar til að skapa andrúmsloft ótta sem væri skaðlegt tjáningarfrelsinu.
Í haust stóð Fjölmiðlanefnd og Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir málstofu um hatursorðræðu, á Fundi fólksins í Norræna húsinu. Erindi fluttu Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 og formaður Trans Ísland, Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla og umsjónarmaður Vísis og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, en auk þeirra tók Unnsteinn Manuel Stefánsson, fjölmiðla- og tónlistarmaður, þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri var Arna Schram, fulltrúi Blaðamannafélags Íslands í fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlanefnd tók saman yfirlit um það sem fram kom á þessu málþingi sem gagnlegt kann að vera að rifja upp nú í tengslum við umræður dagsins.
Sjá samantekt Fjölmiðlanefndar hér