- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
10. febrúar síðastliðin úrskurðaði dómstóll í Úkraínu að starfsemi blaðsins Express væri ólögleg en blaðið hefur lagt fyrir sig rannsóknarblaðamennsku. Það var alvarlegt áfall fyrir útgáfu blaðsins sem áður mátti þola margvíslegar ógnanir.
18. október 2011 hvarf útsendingarmerki einu stjórnarandstöðustöðvarinnar í Odessa. Stöðin sendi bæði út sjónvarps- og útvarpssendingar þegar útsendingar voru rofnar. Þegar eftir var grenslast bárust undarleg svör eins og að sendivitinn hefði brunnið yfir eða eitthvað álíka. Á sama tíma var ekkert að útsendingum annara
stöðva sem í sumum tilvikum studdust við sama búnað. Einum mánuði á undan, eða í september, hættu þrjár stöðvar, ATN, Fora og A/TBVK, að senda út í Kharkiv vegna þrýstings frá yfirvöldum á staðnum.
Alvarlegasta tilraunin til ritskoðunar birtist síðan í október 2011 þegar úkraínska þingið ræddi frumvarp um ,,almennt siðgæði sem talið er ógna verulega frelsi fjölmiðla. Ef frumvarpið verður að lögum
verður sett upp sérstök Fjölmiðlanefnd sem hefur heimild til að loka fjölmiðlum án dómsúrskurðar. Það dugar að nefndin telji að viðkomandi miðill hafi brotið gegn almennu siðgæði, meðal annars með vísun í þjóðernis- eða trúarvitund Úrkraínumanna.