- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Gríðarlegur niðurskurður hefur þegar orðið og er fyrirhugaður á næsta ári á norskum fjölmiðlum og mun láta nærri að alls sé fækki um 372 ársverk á þarlendum ritstjórnum. Þessi niðurskurður hefur eðlilega valdið talsverðum áhyggjum meðal blaðamanna og annrra sem láta sig samfélagsmál varða og bent er á að fjölbreytni og gæðum sé stefnt í voða. Mikill niðurskurður stendur fyrir dyrum hjá TV2 sjónvarpsstöðinni þar sem fækka á um 20% fyrir 2020. Þá hafa Dagbladet, VG og Bergens Tidende Aftenposten, Polaris Media og Dagens Næringsliv þegar fækkað starfsfólki og fleiri áforma niðurskurð. Þá hefur norska ríkisútvarpið, NRK einig varað við niðurskuði á næsta ári. Reikna má með að samrátturinn nemi allt í allt tæpum milljarði norskra króna.