Getur gervigreind sagt fréttir? Málþing á laugardag

Þessi mynd er unnin með AI
Þessi mynd er unnin með AI
Getur gervigreind sagt fréttir? Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir málstofu á Fundi fólksins, laugardaginn 16. september kl. 15-15.45 í Norræna húsinu.
Dagskrá:

Mun gervigreind gera blaðamenn óþarfa?
Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona og málstofustjóri fjallar um möguleika gervigreindar fyrir þróun blaðamennsku
 
Upplýsingaóreiða með tilkomu gervigreindar
Birgir Þór Harðarson vefstjóri RÚV talar um upplýsingaóreiðu og gervigreind á gráu svæði
 
Möguleikar í máltækni
Eydís Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Tiro talar um tól og tæki sem þróun í máltækni hefur leitt af sér og nýst gætu fjölmiðlum.
 
Er gervigreind góður samstarfsmaður?
Lóa Björk Björnsdóttir dagskrárgerðarkona á RÚV segir frá reynslu sinni af því að láta gervigreind semja útvarpsþátt.
 
Aftur til fortíðar í framtíðinni
Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni ræðir um hvernig gervigreind mun auka mikilvægi góðrar blaðamennsku og ritstýrðra fjölmiðla

 

Þátttakendur taka þátt í pallborðsumræðum um fjölmiðla og gervigreind að loknum framsögum.

Hægt verður að fylgjast með málstofunni í gegnum streymi. Hlekkur á streymið verður er hér.