- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusambandið samþykkti fyrr í mánuðinum viðmiðunarreglur um tjáningarfrelsi - bæði almennt og og á netinu - en bæði Evrópusamband blaðamanna (EFJ), Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og ýmis mannréttindasamtök sem láta sig tjáningarfresli varða höfðu eingdregið hvatt til þess að þessar viðmiðunarreglur yrðu skoðaðar betur áður en þær tækju gildi. Ástæðan er sú að þessi samtök telja viðmiðunarreglurnar ekki tryggja rétt almennings og blaðamanna að upplýsingum sem skipta máli.
Það er hneykslanlegt að Evrópusambandið skuli taka upp og samþykkja viðmiðunarreglur um tjáningarfrelsi sem standast ekki alþjóðlega viðurkennda staðla, segir Jim Boumelha, forseti IFJ. Að í þessum relgum skuli menn láta undir höfuð leggjast að tryggja rétt til upplýsinga og ekki heldur fjalla um hlutverk blaðamanna og samtaka þeirra í að tryggja fagleg skilyrði blaðamennsku hlýtur að teljast grundvallarveikleiki sem sem dregur úr ávinningi þeirrar þróunar sem orðið hefur á undanförnum árum varðandi rétt almennings og blaðamanna til upplýsinga, segi Boumelha ennfremur.