- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ)ásamt fleiri samtökum sem tengjast fjölmiðlun og útgáfu hafa lýst eftir umsóknum um frumkvöðlaverðlaun í fjölmiðlun, verðlaun sem kallast iMinds Press for More Award. Þessi verðlaun verða afhent í Brussel á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis þann 3. maí næstkomandi og nemur verðlaunafjárupphæðin 10 þúsund evrum.
EFJ hefur yfir að ráða rétti til að koma með 10 tilnefningar, en verðlaunin snúast um að heiðra frumkvöðlaverkefni sem nú eru í gangi á sviði fjölmiðlunar. Þessi verkefni þurfa að vera frumleg nýsköpun, sem stuðlar að bættum vinnubrögðum í blaðamennsku og tryggir þannig tjáningarfrelsi sem einkennist af yfirvegun og jafnvægi. Sérstaklega er horft til nýsköpunar í aðferðum og vinnubrögðum við rannsóknarblaðamennsku, uppbyggingu samskiptaneta blaðamanna, eflingu samskipta milli borgara og kynningu nýrra viðskiptahugmynda.
Umsóknarfrestur um þessi frumkvöðlaverðlaun er til 18 mars og er sótt um á sérstöku eyðublaði. Eyðublaðið og frekari upplýsingar má nálgast hér.