- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
MMR kannaði traust almennings til helstu sjónvarps-, prent- og netfréttamiðla. Af þeim fréttamiðlum sem kannaðir voru báru svarendur mest traust til fréttastofu RÚV. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 75,3% bera mikið traust til Fréttastofu RÚV og 8,2% sögðust bera lítið traust til hennar.
Í flokki netfréttamiðla var Mbl.is sá fréttamiðill sem naut mest trausts meðal almennings og var einnig sá fréttamiðill sem naut mest trausts að undaskildri fréttastofu RÚV. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 51,0% bera mikið traust til Mbl.is sem þó eru færri en í desember 2008 þegar 64,0% sögðust bera mikið traust til Mbl.is.
Netfréttamiðillinn Visir.is naut einnig nokkurs traust meðal svarenda og hefur traust til Visir.is aukist frá maí 2009 þegar 24,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust bera mikið traust til Visir.is, borið saman við 34,8% nú.
Þeir prentmiðlar sem nutu mest trausts meðal almennings voru Morgunblaðið og Fréttablaðið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,8% bera mikið traust til Morgunblaðsins en 40,6% sögðust bera mikið traust til Fréttablaðsins.