- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í máli nr. 5 sem siðanefnd BÍ tók fyrir á þessu ári kærði Arna McClure, lögmaður Samherja, Brynjólf Þór Guðmundsson fréttamann og fréttastofu RÚV vegna orðalags í frétt sem birt var á ruv.is 9. maí síðastliðinn, þar sem segir: „Þrír fréttamannanna höfðu fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja, sem hafði samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um framgöngu Samherja í Namibíu og ásakanir um lögbrot fyrirtækisins og stjórnenda þess.“
Kæra barst skrifstofu BÍ með tölvupósti þann 6. júlí 2022. Siðanefnd BÍ tók málið fyrir og niðurstaðan varð sú að óska eftir andsvörum hins kærða, eins og segir í úrskurðinum. Vegna sérstakra aðstæðna og sumarfría var orðið við formlegu erindi hins kærða og sá frestur framlengdur. Svar barst frá RÚV í lok ágúst og var málið aftur tekið fyrir á fundi siðanefndar 6. september og úrskurðað í málinu á fundi 27.9.
Úrskurðurinn hljóðar svo:
„Kærandi telur tilgreinda málsgrein í fréttinni stangast á við þriðju grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Umrædd frétt fjallar um niðurstöðu Landsréttar og er forsaga málsins rakin stuttlega með vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu. Framkomin gögn styðja þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd er í kærunni. Ekkert kallar á að leitað sé til kæranda vegna þessarar fréttar eða að hana megi ekki segja nema öll gögn málsins séu fyrirliggjandi. Siðanefnd fellst ekki á að kærð ummæli brjóti gegn þriðju grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands.“