Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs 2014

Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2014 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur.  Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi.

Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps- eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi blaðamönnum.

Við úthlutun fréttamannastyrkja árið 2014 verður horft til verkefna sem tengjast áherslum í formennskuáætlun Svía í Norðurlandaráði á árinu, en einnig er hægt að sækja um vegna verkefna um önnur efni. Áherslur í formennskuáætlun Svía eru:

·         Norðurlönd í Evrópu - Evrópa á Norðurlöndum
·         Norræni vinnumarkaðinn
·         Sjálfbær nýting náttúruauðlinda
·         Friður milli Norðurlanda i 200 ár

Þess má geta að vorþingfundur Norðurlandaráðs verður á Akureyri 7.-8. apríl nk. þar sem sérstök áhersla verður á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

Fréttamannastyrkjunum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerðar í umsókn. Í umsóknum skal tilgreina hvernig umsækjandi hyggst nota styrk. Einnig skal gera grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þá skal tekið fram hvort umsækjandi hafi áður hlotið fréttamannastyrk Norðurlandaráðs.

Styrkir eru veittir til eins árs. Styrkþegar skulu senda Íslandsdeild Norðurlandaráðs stutta greinargerð um hvernig styrknum var varið og hvaða efni var unnið í framhaldi af styrkveitingunni. Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að nota greinargerðina í sínu starfi.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má nálgast  hér

Umsóknarfrestur rennur út kl. 24 miðvikudaginn 15. janúar 2014.

Vinsamlegast skilið umsóknum rafrænt til nr@althingi.is 

Frekari upplýsingar má nálgast hjá

larusv@althingi.is