- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ráðstefna á vegum EGIN (European Graphic/Media Industry Network) og IÐUNNAR fræðslu seturs um framtíð miðlunarstarfa fer fram í Reykjavík þann 22. og 23. október næstkomandi. Þar verður fjallað um breytingar sem eru að verða og hafa orðið í heimi fjölmiðlunar og því starfsumhverfi sem þessi heimur býður upp á. Innlendir og erlendir fyrirlesarar verða á ráðstefnunni , sem nær yfir tvo daga. Fyrri daginn verða fyrirlestrar og umræður e seinni daginn verða vinnustofur. Ráðstefnan verður haldin á Grandhóteli, Sigtúni 38, í Reykjavík. Félagar í BÍ geta sótt um verulegar niðurgreiðslu á ráðstefnugjaldi í Endurmenntunarsjóð BÍ.
Dagskrá:
Fimmtudagur 22. október
09.00 Opnun ráðstefnu - Anders Mosumgaard formaður EGIN og Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR ávarpa ráðstefnuna.
09.10 Er pappírinn dauður? Eyrún Magnúsdóttir Morgunblaðið
09.45 Hvernig lifir maður af í miðlunarheimi - Jan Vermoesen Mediarte, Belgíi
10.20 Stutt tengslahlé
10.45 Samþætting miðlunar og Internetsins - Ragnheiður Magnúsdóttir Hugsmiðjan
11.15 Framtíðarkröfur til starfsmanna í miðlunargreinum - Erik Stevens, GOC, Hollandi
12.00 Hádegismatur framreiddur á Grand hótel
13.00 Eins manns fjölmiðill - Atli Fannar Bjarkason, Nútíminn
13.30 Innri blaðamaðurinn - Stefan Hrafn Hagalín Prentsmiðjan Oddi
14.00 Stutt tengslahlé
14.25 Fjölmiðlar og gögn, Hjálmar Gíslason, Qlik
15.00 Hver er framtíð starfsmanna á fjölmiðlum? Pallborð þar sem hópur sérfræðinga ræðir framtíð - starfsfólks á fjölmiðlum.
16.00 Degi eitt lýkur
19.30 EGIN fordrykkur og kvöldverður, Hótel Hilton Nordica.
Fundarstjóri Ingi Rafn Ólafsson, Sviðsstjóri prent- og miðlunarsviðs IÐUNNAR
Föstudagur 23. október
Vinnustofur fara fram í Tækniskólanum - tölvuhúsi. Þær verða byggðar á fyrirlestrum fyrri dags. Skipt verður í hópa og sem vinna í samvinnu við fyrirlesara fyrri dags.
09.00 Vinnustofa 1
09.30 Vinnustofa 2
10.00 Stutt tengslahlé
10.30 Vinnustofa 3
11.00 Vinnustofa 4
11.30 Hádegismatur í Tækniskólanum
12.30 Vinnustaðaheimsóknir
16.00 Degi tvö lýkur
Verð :
Fullt verð: 39.420 kr
Innifalið í verði: Kaffitímar, hádegismatur og kvöldmatur á fimmtudagskvöldi.
Skráning á: http://www.idan.is/future-of-media
Ráðstefnan fer fram á ensku