Framtíð blaðamennsku og svæðisbundin fjölmiðlun

Nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í fjölmiðlafræðum eru framsögumenn á málþingi sem haldið verður við Háskólann á Akureyri (stofu M101) á milli kl. 13 og 16 á föstudaginn, 25. nóvember, undir yfirskriftinni Framtíð blaðamennsku og svæðisbundin fjölmiðlun. Að málþinginu standa, auk Háskólans á Akureyri, Háskóli Íslands og Rannsóknahópur um framtíð blaðamennsku. Allir áhugasamir eru velkomnir að sitja málþingið. 

Auglýst dagskrá málþingsins er svohljóðandi: 

13:00  Setning málþings og kynning á tilhögun

13.10 – 13.20  Íslenskir blaðamenn í alþjóðlegri könnun, Guðbjörg Hildur Kolbeins

13.20 – 13.30 Staðbundnir miðlar og samfélagsmiðlar, Jón Gunnar Ólafsson

13.30  – 13.40 Breytt viðhorf blaðamanna, Valgerður Jóhannsdóttir og Friðrik Þór Guðmundsson

13.40 – 14.00 Svipmynd af stöðu staðbundinna fjölmiðla: Einhver framtíð? Birgir Guðmundsson

14.00 -  Kaffihlé

14.15 – 14.35  Skapti Hallgrímsson – Að setja upp fréttamiðil á landsbyggð

14.35 – 15.00 Magnús Magnússon -Stefnumótun upp á líf og dauða

15.00 – 15.20  María Björk Ingvadóttir – Samkeppnisstaða minni sjónvarpsstöðva, N4 (video innslag)

15.20 – 16.00   Pallborð og umræður úr sal

            Pallborð:

    • Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ
    • Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar og Austurgluggans
    • Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta
    • Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands

Málþinginu verður streymt á vef HA.