- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fjölmiðlaumfjöllun um voðaverkin í París á föstudag hefur eðlilega verið gríðarleg og viðbrögðin öll á einn veg, verknaðurinn er forsdæmdur og samúð fjölmiðla í löndum Evrópu er með Frökkum og aðstandendum fórnarlambanna. Nokkuð er misjafnt þó hvernig leiðarahöfundar dagblaðanna hafa talið rétt að bregðast við í einstökum atriðum, sumir leggja áherslu á yfirvegun á meðan aðrir tala um nauðsyn þess að grípa til sóknaraðgerða til að verja lýðréttindi og öryggi í álvunni. Allir virðast þó sammála um að í hryðjuverkunum felist árás á hið opna samfélag og að standa verði vörð um grundvallargildi lýðræðissamfélagsins m.a. tjáningarfrelsið sem er hornsteinn vestrænnar faglegrar blaðamennsku. Roy Greenslade hjá Guardian fer í pistli yfir viðbrögð bresku pressunnar og umfjöllun hennar um málið, en gamlar erjur og núningur milli Breta og Frakka er nú hverki sjáanlegur og áberandi öflug umfjöllun ber vitni samstöðu og samhugar.
Sjá pistil Greenslade hér