- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Jim Boumelha, forseti Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ) og Nadezda Azhgikhina, varaformaður Evrópusambands blaðamanna (EFJ) gengu í fararbroddi mótmælagöngu um götur Kænugarðs um helgina. Þeir voru að leggja áherslu á kröfu blaðamanna um heim allan að stjórnvöld hætti að gefa grið þeim sem hafa blaðamenn að skotmörkum. En á laugardaginn var alþjóðlegur dagur baráttunnar fyrir þeim málstað. Kröfugangan kom í kjölfar þriggja daga ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi, atvinnuréttindi, öryggi og baráttuna gegn skaðleysi þeirra sem brjóta á blaðamönnum, þar sem Blaðamannasamband Úkraínu var gestgjafi. Það er gríðarlega brýnt að stjórnvöld í hinum ýmsu löndum axli ábyrgð, en við höfum lært þá lexíu að það eru bara blaðamenn sem munu berjast með kollegum sínum í því að binda endi á skaðleysi þeirra sem gera fjölmiðlamenn að skotmörkum, sagði Boumelha.
Sjá einnig hér
http://www.ifj.org/en/articles/ifj-efj-journalists-unions-hold-kiev-march-against-impunity-2