- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í gær svarði forseti Rúmeníu, Traian B?sescu, bréfi frá forseta Evrópusambands blaðamanna(EfJ) og Alþjóðasambandi blaðamanna (IFJ) þar sem gerðar voru athugasemdir við misnotkun á ríkisfréttamiðstöðinni þar í landi. Þeir Arne König (EFJ) og Jim Boumelha (IFJ) höfðu í bréfinu lýst miklum áhyggjum yfir því að ekkert hafi verið gert í því af hálfu rúmenskra stjórnvalda að stöðva misnotkun stjórnenda fréttamiðstöðvarinnar AGERPRES á starfsmönnum. Jafnframt lýstu þeir áframhaldandi stuðningi alþjóðasamtakanna við aðildarfélag sitt í Rúmeníu í vörn þess fyrir tjáningafrelsi blaðamanna. Rúmenski forsetinn segir í svarbréfi sínu að málið verði skoðað.