- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Forseti Norðurlandaráðs, Marit Nybak þingmaður og einn af forystumönnum Verkamannaflokksins í Noregi, segir í samtali við Aftenposetn að hún sé andsnúin því að skrúfa fyrir fjárveitingar til Norræna blaðamannaskólans í Árósum eins og hugmyndir hafa verið uppi um og norræna ráðherranefndin hefur samþykkt. Að óbreyttu verður skólinn að leggja niður starfsemi sína um áramót.
Við megum ekki leggja niður mikilvægar menningarstofnanir. Það eru aðrir hlutar fjárhagsáætlunarinnar sem eðlilegt er að fara frekar yfir með gagnrýnum huga en Blaðamannaskólinn í Árósum, segir Nybak í Aftenposten. Blaðamannafélag Íslands og blaðamannasamtök á Norðurlöndunum og fjöldi annarra aðila hafa mótmælt áætlunum um lokun Árósarskólans.