- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Formleg formannaskipti urðu á aðalfundi BÍ í gærkvöldi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir tók við af Hjálmari Jónssyni sem mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra félagisns. Samþykktar voru lagabreytingar frá stjórn félagsins þess efnis að kjörtímabil formanns verði tvö ár frá og með næsta ári. Í skýrslu fráfarandi formanns, fór Hjálmar Jónsson yfir þróun í starfsemi félagsins undanfarin ár og áratug og kom þar fram að mikil gróska hefur verið bæði í faglegu starfi og eins í ýmsum stéttarfélagsmálum og rekstri og aðstöðu sem félagið býður félögum upp á. Nýr formaður hvatti fólk til dáða og kvaðst hlakka til nýrra verkefna á vegum BÍ.
Nokkrar breytingar urðu á stjórn en þær Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir gegnu úr stjórn en inn komu Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV og Nadine Guðrún Yaghi. Þá hætti Björn Vignir Sigurpálsson eftir langt og farsælt starf bæði sem formaður verðlaunanefndar og formaður siðanefndar. Hjörtur Gíslason er nýr formaður í siðanefnd og inn í nefndina kom ný Fanney Birna Jónsdóttir. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir er nýr formaður verðlaunanefndar en nýr inn í nefndina kemur Þórlindur Kjartanson.