- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Vaxandi fjandskapar hefur orðið vart gagnvart fjölmiðlum og fjölmiðlafólki í Hollandi samfara því að spenna magnast vegna hertra aðgerða stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu Covid 19. Miklar óeirðir brutust út í mörgum bæjum og borgum í landinu í kjölfar þess að stjórnvöld settu á útgöngubann þann 23 janúar og urðu margir blaða- og fjölmiðlamenn fyrir líkamlegum árásum mótmælenda vegna starfa sinna. Alþjóðasamtök blaðamanna og Evrópusamtökin ásamt blaðamannasamtökunum í Hollandi hafa fordæmt þessar árásir og lýst verulegum áhyggjum vegna stigvaxandi ofbeldis gegn blaðamönnum.