- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Framganga félagsmanna hægri öfgaflokksins Gullnar dögunar í Grikklandi gagnvart fjölmiðlafólki veldur sífellt meiri áhyggjum. Nú síðast á mánudagskvöldið var gríski sjónvarpsfréttamaðurinn Panagiotis Bousis að dekka uppákomu sem flokkurinn stóð fyrir þegar félagsmaður í flokkum réðist að honum og myndatökumanni hans og beitti þá ofbeldi. Þannig var komið í veg fyrir að þeir gætu greint frá hvað væri að gerast. Samtök evrópskra blaðamanna (EFJ) sem og Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hafa fordæmt þessa framkomu, og þá ekki sístþá staðreynd að lögreglan var nærstödd, en lét sem ekkert væri meða fréttamennirnir voru beittir ofbeldi.