Fjörugar umræður á pressukvöldi

Frá pressukvöldinu í kvöld.
Frá pressukvöldinu í kvöld.

Fjörugar umræður spunnust um sjálfstæði fjölmiðla, tjáningarfrelsið og og árásir stórfyrirtækja  og stjórnmálaafla á fjölmiðla og fjölmiðlafólk á pressukvöldi Blaðamannafélagsins í kvöld undir yfirskriftinni: Gagnrýni eða árásir.  Erindi fluttu Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands, sem fjallaði um hvaða verndar fjölmiðlafólk nýtur samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks,  sem fjallaði um hvernig er að starfa í skugga árása.  Niðurstaðan af fundinum var meðal annars sú að Blaðamannafélagið kanni það meðal félagsmanna sinna hvort þeir hafi orðið fyrir hótunum í starfi sínu, og þá hvers kyns hótunum, hvort leitað hafi verið til lögreglu vegna þeirra og hver viðbrögð lögreglu hafi verið. Ákveðið var að ræða þetta nánar á næsta fundi í Stjórn BÍ.

HJ