- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ísland fellur niður um eitt sæti á árlegum fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra (RSF) og skipar nú 16. sætið af 180 löndum. Á toppi listans trjóna hins vegar Norðurlöndin, Noregur efst, og þá Finnland, Svíþjóð, og Danmörk í þessari röð.
Svo virðist sem veikur fjárhagslegur grundvöllur íslenskra fjölmiðla sé mikilvægur þáttur í þessu mati á stöðu Íslands, þar sem það vegi að sjálfstæði fjölmiðla. Þó virðist það talið veikleikamerki að fjölmiðlar og stjórnmálamenn (og sérhagsmunaöfl) eigi ekki í góðum samskiptum. Þá eru nefnd átök í tengslum við Samherjamálið. Megin upplýsingarnar um stöðu Íslands eru fengnar úr spurningalista sem samtökin senda hópi sérfræðingum um fjölmiðla og þjóðmál á Íslandi. Umfjöllum Blaðamanna án landamæra er ekki löng og má lesa hana í heild sinni í lauslegri þýðingu hér að neðan, en listann yfir fjölmiðlafrelsi má nálgast hér.
Fjölmiðlakerfið að veikjast
Þrátt fyrir það yfirlýsta markmið að Ísland verði „Eldorado“ rannsóknarblaðamennsku og netmiðlunar með samþykkt þingsályktunar í júní 2010 um Nútímalegt fjölmiðlafrumkvæði, IMMI (Modern Media Initiative), þá hefur starfsumhverfi blaðamanna verið að versna árum saman vegna þess að samkipti fjölmiðla og stjórnmálamanna hafa súrnað. Fjármálahrufnið árið 2008 hafði mikil áhrif á fjölmiðla og veikti verulega efnahagsgrundvöll þeirra og getu til að standa á móti þrýstihópum, á sama tíma og miðlarnir hafa endurlífgað traust almennings til þeirra sem máttarstoða lýðræðis.
Eftir hrunið komust tvö helstu dagblöðin í hendur tveggja stórra sjávarútvegns og iðnaðar fyrirtækja, og þar með var sköðuð hætta á hagsmunaárekstrum. Hneykslið í tengslum við hin svokölluðu „Fisrotskjöl“ (Fishrot files) kom upp á yfirborðið í nóvember 2019, þegar miðlar sem stunduuðu rannsóknarblaðamennsku hófu umfjölun sína um þúsundir skjala sem lekið hafði verið til WikiLeaks innan úr einu stærsta sjávarútvegsfyritækinu á Íslandi. Þar komu fram upplýsingar sem bentu til þess að fyritækið hafði mútað stjórnmálamönnum í Namibíu í því skyni að ná til sín stórum hluta af aflamarki landsins. Fyrirtækið hóf síðan fjölmiðlaherferð á árinu 2020 til að draga úr trúverðugleika þeirra fréttamanna sem fjölluðu um málið, en fjárskortur er enn aðalvandi fjölmiðlana. Lagasetning varðandi fjármögnun fjölmiðla er nú til umræðu.