- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
"Andrúmsloftið á stofnuninni hefur verið lamað frá því í morgun - þetta er fjórða uppsagnarhrinan sem við göngum í gegnum frá því sumarið 2008 og þetta hefur verið jafn erfitt í öll skiptin, segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna í samtali við fréttastofu RÚV í tilefni af mesta niðrskurði og uppsögnum á stofnuninni frá hruni. Í dag fengu 39 starfsmenn RÚV uppsagnarbréf og búast má við að fækkað verði um 60 manns í þessu átaki þar sem skera á niður um allt að 500 milljónir.
Tilkynning Páls Magnússonar í morgun hefur framkallað mikil viðbrögð bæði innan og utan stofnunarinnar og er þegar farin af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Illuga Gunnarsson að afturkalla niðurskurðinn. Ýmsir þekkir starfsmenn RÚV hafa fengið uppsagnarbréf, þar á meðal Jóhannes Kr. Kristjánsson sem skrifar um uppsögn sína á vef sínum og þakkar samstarfsfólki samfylgdina.