- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samkvæmt fréttum í Bretlandi koma fram tillögur í skýrslu nefndar um fjármögnun BBC, breska ríkisútvarpsins, þess efnis að stofnunin afli sér í auknum mæli sértekna með markaðslegum aðferðum. Stjórnendur BBC hafa hins vegar neitað fréttum Sunday Times um helgina að einn af þeim kostum sem til skoðunar sé væri að taka upp áskriftargjöld í staðinn fyrir núverandi afnotagjald.
Nú stendur yfir endurskoðun á fjármögnun BBC en núverandi samningur stofnunarinnar við ríkið rennur út 2017. Hjá BBC starfa nú um 8000 blaðamenn og er stofnunin, sem hafði um 3,7 milljarða punda í tekjur af afnotagjöldum í fyrra, langsamlega stærsti vinnuveitandi fjölmiðlafólks í Bretlandi.