Fjárfestingar tæknifyrirtækja í prentmiðlum

Aðilar sem byggja viðskiptaveldi sitt á velgengi í hinum stafræna heimi fjölmiðlunar hafa að undanförnu sýnt hefðbundnum fjölmiðlum og ekki síst prentmiðlum umtalsverðan áhuga. Þessi áhugi hefur meðal annars komið fram í fjárfestingum í prentmiðlum og eru kaup Jeffrey P. Beozs, stofnanda Amazon.com, á The Washington Post á dögunum nýjasta dæmið um slíkt. Þetta hefur aftur kallað á umræður um ástæður þess að aðilar sem hagnast hafa á tækni sem hefur grafið undan rekstrargrundvelli og framleiðslu hefðbundinna miðla á ritstjórnarefni skuli nú rétta þessum fyrirtækjum hjálparhönd. Sumir tala í þessu sambandi um skyldurækni vegna þess að nýmiðlar séu í raun ekki að framleiða mikið af efni, aðrir tala um ábyrgðartilfinningu og enn aðrir kenna þessa tilhneigingu við sektarkennd. Um þetta er m.a. fjalla í nýlegri grein í New York Times, þar sem öllum þessum hliðum er velt upp.

Sjá grein hér