- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mark Zukerberg stofnandi og eigandi Facebook segir það brjálæðislega hugmynd að upplognar fréttir sem deilt hafi veirð á Facebook fyrir bandarísku forsetakosningarnar hafi haft áhrif á kjósendur. Engu að síður er umræðan um áhrif, áreiðanleika og ábyrgð Facebook og raunar annarra samfélagsmiðla umfangsmikil síðustu daga.
Margir Íslendingar deildu t.d. frétt um viðtal við Donald Trump sem sagt var hafa birst í People tímaritinu árið 1998 og hljóðaði á þessa leið:
If I were to run, Id run as a Republican. They are the dumbest group of voters in the country. They believe anything on Fox News. I could lie and theyd still eat it up. I bet my numbers would be terrific.
Gallinn við þessi ummæli er sá að þau féllu aldrei, ekki í viðtali við People né annars staðar og eru dæmi um miknn fjölda tilbúinna pólitískra frétta sem dreift var á Facebook fyrir kosningarnar. Eftir kosningarnar hafa þær raddir orðið háværari að Facebook takist á við vandamál af þessu tagi og reyni að fina leiðir til að hafa pólitíska umræðu heilbrigðari en hún hefur verið. Svo virðist sem öfugt við víðfrægt slagorð Facebook um að síðan tengi saman fólk, þá hafi hún með áberandi hætti skipti hún fólki í andstæðnar fylkingar í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum, og raunar hafa þessi áhrif komið fram á smærri skala áður og í öðrum löndum.
Fólk hefur tekið vini af vinalista sínum, bæði vini og vandamenn vegna þess hve umræðustíllinn er orðinn grimmur, segir Clare Wardle sem stýrir rannsóknum að Tow Center sem sérhæfir sig í rannsóknum í netblaðamennsku. Facbook haslaði sér völl í fréttum án þess að hafa nein verkfæri, ritstjórnarviðmið eða ramma og er núna að reyna að bregðast við þeirri stöðu, segir Clare Wardle ennfremur.
Þessi umræða dregur enn einu sinni fram mikilvægi faglegrar blaðamennsku þar sem þær upplýsingar sem settar eru út í almannarýmið hafa farið í gegnum þá síu sem hefðbundin vinnubrögð blaðamanna tryggja. Það er, þegar allt kemur til alls, mikill munur á gildi þeirra upplýsinga sem koma úr smiðju faglegrar blaðamennsku og þeirra sem settar eru fram á samfélagsmiðlum.