- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Færri treysta fjölmiðlum í dag heldur en fyrir tveimur árum ef marka má könnun MMR á trausti til fjölmiðla sem lauk þann 14. desember síðastliðinn. Ríkisútvarpið ber höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla en traust til Fréttastofu RÚV mælist 69% og til ruv.is 67%. Í frétt frá MMR segir að í flokki netfréttamiðla naut mbl.is næst mest trausts meðal almennings (á eftir ruv.is). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 41% bera mikið traust til mbl.is. Traust til mbl.is hefur þó dregist nokkuð töluvert saman frá nóvember 2013 þegar 50% aðspurðra sögðust bera mikið traust til mbl.is. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 33% bera mikið traust til visir.is, 31% sögðust bera mikið traust til kjarninn.is, 28% til stundin.is, 17% til vb.is og 8% til dv.is.
Sá prentmiðill sem flestir báru mikið traust til var Morgunblaðið (37%). Þar á eftir fylgdi Fréttablaðið (30%), en þeim sem sögðust bera mikið traust til Fréttablaðsins hefur fækkað um 9% síðan árið 2013. 27% svarenda sögðust bera mikið traust til Viðskiptablaðsins, 26% sögðust bera mikið traust til Stundarinnar og 25% til Fréttatímans. 7% svarenda sögðust bera mikið traust til DV