- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Facebook hefur kynnt nýja stefnu fyrirtækisins þar sem bönnuð verður birting myndbanda sem hefur verið breytt með gervigreind, eða svokölluð „deepfake“ myndböndum. Bannið á að taka á myndböndum sem eru líkleg til að fá fólk til að trúa því að einhverjir einstaklingar hafi sagt eitthvað sem þeir hafa í raun og veru ekki sagt. Þetta er liður í undirbúningi Facebook fyrir forsestakosningarnar í Bandaríkjunum síðar á árinu. Þessi nýja stefna nær hins vegar ekki að sögn Guardian til myndbanda sem átt hefur verið við eða hafa verið klippt og unnin með hefðbundnum aðferðum og klippiforritum, þrátt fyrir að helstu myndböndin sem stuðla að röngum upplýsingum eða upplýsingamengun hafi í raun og veru búið til með slíkum hætti og gervigreind og hvergi komið við sögu. Slík myndskeið sem unnin eru með hefðbundnum aðferðum eru því áfram leyfð á miðlinum.