- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Enn sem áður segjast um níu af hverjum tíu einstaklingum nota samfélagsmiðilinn Facebook reglulega og yfir helmingur segist nota YouTube, Snapchat, Spotify og Instagram. Þetta kemur fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4. til 8. maí. Alls kváðust 90% svarenda nota Facebook reglulega, 64% YouTube, 62% Snapchat, 57% Spotify og 55% Instagram. Athygli vekur að 14% svarenda kváðust nota Tik Tok reglulega en hlutfall reglulegra notenda forritsins reyndist einungis 0,2% í könnun síðasta árs.