- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Journalismfund.eu og European Centre for Press and Media Freedom munu veita blaðamanni(mönnum) styrki (10.000 evrur) til að vinna með sjálfstæðum hætti umfjöllun um hugsanleg brot á tjáningarfrelsi í Evrópu. Þannig er hugmyndin að blaðamönnum gefist fjárhagslegt svigrúm og tækifæri til að rannsaka og viða að sér nauðsynlegu efni í ítarlega umfjöllun t.d. um einhvers konar takmarkanir á tjáningarfrelsi í því landi sem blaðamenn starfa. Umsóknarfrestur um styrkinn er til 15. september og á þriðjudaginn mun ritstjóri verkefnisins Brigitte Alfter verða til viðtals á Skype fyrir þá sem hyggjast sækja um og veita þeim ráðgjöf varðandi efnistök í umfjölluninni og hvort tiltekin verkefni séu líkleg til að hljóta styrk eða ekki.