- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í umræðu um blaðamennsku í Evrópu hafa á síðustu vikum og mánuðum komið fram nokkrar áhyggjur af minnkandi tiltrú almennings á fjölmiðlum og blaðamennsku. Þessi umræða hefur einnig skotið upp kollinum á Íslandi m.a. í tengslum við mælingar MMR á trausti á fjölmiðlum. Þær mælingar sýna almennt séð lítið traust þó vissulega hafi fréttastofa RÚV haf nokkra sérstöðu. Í grein eftir Michael Haller, sem er fræðimaður við Leipzig háskóla sem var um áratugaskeið blaðamaður og ritstjóri við virta fjölmiðla í þýskumælandi löndum gerir höfundr tilraun til að að skilgreina í hverju vandinn felst. Greinin, sem byggir á aðalfyrirlestri höfundar á ráðstefnu samtakanna European Centre for Press and Media frá því um miðjan síðasta mánuð, setur Haller fram 5 atriði sem sameiginlega myndi skýringu á minni tiltrú. Í ljósi þess að margt er líkt með íslenskri fjölmiðlun og evrópskri er áhugavert að skða þessi atriði hvort svo sem menn geta fallist á mikilvægi þeirra eða ekki.
Rannsóknir: Of lítill tími og kraftur er almennt settur í að rannsaka og skoða ofan í kjölinn það sem verið er að skrifa um.
Skortur á fagmennsku: Á ritstjórnum er of algengt að áhersla sé á tæknilegar lausnir td. að google bara og kalla það rannsóknir. Ungt fólk og innfæddir netverjar leggi ekki eins mikla áherslu á að staðreyna með áreiðanlegum hætti upplýsingar og samhengi hlutanna og eru því opnari fyrir fléttum pr-fólks og sérhagsmuna.
Auglýsingakeppnin: Auglýsingar skipta sífellt meiru máli ekki síst í netheimum þar sem smellukeppnir eru áberandi. Auglýsinga- og markaðshagsmunir eru farnir að ráða fréttamati og efnistökum í fjölmiðlum
Skoðanir-staðreyndir: Of mikið er af skoðunum í fjölmiðlunum og of lítið er af staðreyndum. Fréttir byggja of mikið á vangaveltum og skoðunum og of algengt að menn gleymi því að álit eru ókeypis en staðreyndir verðmætar.
Einsleitni hins viðtekna: Flestir fjölmiðlar fjalla um sömu fréttaefnin út frá sömu eða svipaðri nálgun og endurspegla ekki í raun fjölbreytni samfélagins. Þetta leiðir til þess að umfjöllunin verður að mestu á forsendum ráðandi afla en aðrir hópar verða útundan og fjölmiðlarnir verða framandi fyrir marga hópa í raun stóran hluta samfélagsins.
Sjá greinina í heild hér