- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Dagblaðið The New York Post framkallaði gríðarleg viðbrögð, mótmæli og hneykslan þegar það birti í gær mynd á forsíðu af manni sem hrint hafði verið niður á spor neðanjarðarlestar. Hann komst ekki upp og lest kom brunandi að og keyrði á manninn nokkrum sekúndum eftir að myndin var tekin. Hann dó samstundis.Textinn var Dæmdur: hrint niður á lestarteina, þessi maður er um það bil að deyja. Sá sem tók myndina er free-lance ljósmyndari og segir hann og ritstjórn New York Post að hann hafi ekki haft líkamsstyrk til að dragamanninn upp en hann hafi hins vegar reynt að gera lestarstjóranum viðvartmeð því að smella af flassi sínu ítrekað. Þetta þykir mörgum ekki boðleg afsökun og alvarlegar siðferðilegar spurningar vakna um hvort ljósmyndari hafi átt að reyna að aðstoða frekar en taka mynd, hvort réttlætanlegt sé að birta myndina og hvort yfirskriftin sé við hæfi.