- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Er einhver þarna úti? Þannig hljómar yfirskriftin á nýrri rannsóknarskýrslu sem sýnir að erlendum fréttariturum danskra fjölmiðla hefur fækkað um þriðjung frá því fjöldi þeirra var siðast kannaður árið 1998. Rannsóknin nær til stærri dagblaða í Danmörku og DR og TV2. Alls hefur erlendum fréttariturum fækkað úr 60 árið 1998 og niður í 39 árið 2012. Fréttariturum í Brussel hefur fækkað um næstum helming, eða úr 15 niður í 8 og fjöldinn í Berlín hefur farið úr 8 árið 1998 og niður í 3 í ár. Í dag eru nær engir fastráðnir fréttaritarar í Austur Evrópu, en á móti hefur fréttariturum heldur fjölgað í Kína.
Það er fréttaritari Berlinske Medier í Moskvu, Simon Kruse Rasmunssen, sem tók þessa skýrslu saman. Hann segir að það kerfi sem áður var algengt, að miðlarnir höfðu fasta fréttaritara í útlöndum, hafi breyst og nú séu færri fastir fréttaritarar erlendis en fleiri blaðamenn sem eru á ferðinni og fari milli landa. Hann segir að þetta sé skynsamleg ráðstöfun út frá hagræðingarsjónarmiði. Starfsstöðinni í Kabúl er bara lokað ef þungamiðja fréttanna færist til Norður Afríku i arabíska vorið, segir hann.
En Rasmunssen bendir á að þetta sé ekki endilega heppilegt fyrir þá blaðamenn sem sendir eru á vettvang. Þeir fréttamenn sem ég hef talað við segja að það sé mjög erfitt að þróa staðbundin tengsl og þekkingu, eða læra tungumál þegar unnið er með þessum hætti og því er hætt við að blaðamennskan verði mun yfirborðskenndari en ella, segir Simon Kruse.