- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í máli Siðanefndar nr. 11/2022-2023 kærði Bragi Guðbrandsson RÚV og Kristínu Sigurðardóttur fréttamann vegna fréttar í fréttatíma RÚV-Sjónvarps þann 15. september 2022. Í fréttinni var fjallað um útgáfu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) á skýrslu um ætlað ofbeldi gagnvart vistbörnum á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi og skort á fullnægjandi eftirliti af hálfu opinberra aðila á nánar tilgreindu tímabili.
Í kærunni er kvartað yfir tveimur ummælum fréttamanns, annars vegar þess efnis að kærandi, sem var forstjóri Barnaverndarstofu á þeim tíma sem hið ætlaða ofbeldi gegn vistbörnum átti sér stað, og forstöðumaður meðferðarheimilisins hafi verið félagar og farið saman út að borða, og hins vegar ummælum þar sem fram kom að kærandi hafi fengið afrit af kvörtunum vegna heimilisins og að hann hafi næsta dag sent ráðherra minnisblað og lagt „áherslu á mikilvægi þess að forða málinu frá kastljósi fjölmiðla til að hlífa forstöðuhjónunum og börnum þeirra við frekari sársauka.“ Að auki kvartar kærandi yfir því að fréttamaðurinn hafi enga tilraun gert til að hafa samband við kæranda fyrir fréttaflutninginn til að „sannreyna réttmæti hans“.
Í stuttu máli kemst Siðanefnd að þeirri niðurstöðu að kærð ummæli brjóti ekki gegn 3. grein siðareglna þar sem efni skýrslunnar sem fréttin fjallar um eigi óumdeilanlega erindi til almennings. Hún sé opinbert gagn sem kynnt hefur verið ráðherrum ríkisstjórnarinnar og telur nefndin eðlilegt að blaðamenn fjalli um efni slíkra skýrslna án þess að gera verði þá kröfu að þeir kanni sannleiksgildi alls þess sem kemur þar fram.
Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér á Press.is.