- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Niðurskurður og þrengingar á fjölmiðlamarkaði í Kanada hafa leitt til þess að helstu fréttamiðlar eru óbeint að borga fyrir fréttir til keppinauta sinna og einsleitni fjölmiðlaefnis eykst. Þetta kemur til vegna þess að flestir helstu fréttamiðlar í landinu kaupa mikið af sínu efni frá sömu fréttaveitunni, Canadian Press agency (CP). Þannig halda miðlarnir þessari fréttaveitu uppi og gera henni kleift að framleiða fréttaefni jafnt fyrir viðkomandi miðila og samkeppnisaðila þeirra.
Canadian Press Agency er nú helsta uppspretta frétta fyrir næstum alla nema einn landsdekkandi miðla í Kanada sem og fjölmarga staðbundna miðla. Þetta á við um um bæði sjónvarp, útvarp og blöð, og líka CBS, Kanadíska ríkisútvarpið. Upphaflega var CP stofnað sem félag sem ekki starfaði í hagnaðarskyni árið 1917. Hins vegar keyptu þrjár fjölmiðlasamsteypur fyrirtækið árið 2010 og reka það sem sjálfstæða fréttaveitu. Í samdrættinum sem einkennt efur markaðinn að undanförnu hefur fyrirtækið síðan styrkst og framleiðir nú fréttir og ritstjórnarefni fyrir stöðugt fleiri miðla, á sama tíma og ritstjórnir miðlanna minnka og hafa minna svigrúm.
Sjá einnig hér