- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Irina Slavina, ritstjóri fréttavefsíðu í Rússlandi, lést síðastliðin föstudag af völdum brunasára eftir að hún kveikti í sér fyrir utan skrifstofur innanríkisráðuneytisins í Nizhniy Novgorod í Rússlandi. Áður en hún kveikti í sér hafði hún skrifað á facebook síðu sína. „Ég bið ykkur um að saka rússnesk stjórnvöld um dauða minn.“ Evrópusamband blaðamanna og ýmis rússnesk samtök blaðamanna hafa krafist þess að kringumstæður þessa hryllilega dauða blaðakonunnar verði rannsakaðar. Þann 1. október skrifaði Irina Slavina frétt á vefsíðuna að lögreglumenn hafi ráðist inn í íbúð hennar í leit að efni sem tengdist baráttuhópi fyrir lýðræðisumbótum og heitir Open Russia. Irina Slavina var 47 ára, gift, og átti eina dóttur.