- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur sent Framkvæmdastjórn ESB bréf þar sem alvarlegum áhyggjum er lýst vegna husanlegra áhrifa misnotkunar á hryðjuverkalögum á frelsi fjölmiðla í Evrópu. Jafnframt lýsir EFJ því yfir að það sé tilbúið til að leggja fram formlega kvörtun vegna framkomu breskra stjórnvalda og brota þeirra á sáttmálum Evrópusambandsins. Tilefni bréfsins er að sjálfsögðu handtaka og yfirheyrslurnar yfir David Miranda, maka Glenn Greenwald blaðamanns Guardian, sem mikið hefeur skrifað upp úr gögnum um njósnir NSA í Bandaríkjunum.
Það er forseti EFJ, Daninn Mogens Blicher Bjerregård, sem sendir bréfið til Viviane Reding framkvæmdastjóra fyrir dómsmál, mannréttindi og borgararétt í ESB, og spurði einfaldlega að því hvað Framkvæmdastjórnin ætlaði að gera í því að aðildarríki, einkum Bretland, brytu gróflega gegn fjölmiðlafrelsi?